Forsalan á Nokia 8 er hafin

Flaggskipið Nokia 8 var kynntur fyrir nokkru síðan og hann er kominn í forsölu hjá Nova, Elko og Símanum þar sem hægt er að skoða gripinn.

Nokia 8 keyrir eins og aðrir Nokia snjallsímar sem kynntir hafa verið á árinu á Pure Android stýrikerfi, sem þýðir í raun að hann verður ávallt meðal allra fyrstu Android síma á markaðinum til að fá uppfærslur á stýrikerfinu. Þetta tryggir að síminn er ekki bara alltaf að keyra á því ferskasta og nýjustu eiginleikum hverju sinni heldur tryggir þetta líka öryggi í hæsta flokki.

Myndavélin er mögnuð

Nokia 8 er mjög öflugur sími og eru myndavélarnar í honum engin undantekning hvað það varðar en hann státar af 13MP DUAL-LENS myndavélum með Carl Zeiss linsum og Laser AF á bakhlið og annari 13MP myndavél á framhlið, einnig með ZEISS linsu. Þetta setur Nokia enn og aftur á toppinn er varðar myndavélar í snjallsímum. Endurnýjað samstarf Nokia og Zeiss var kynnt fyrir nokkrum vikum síðan og óhætt er að segja að sú frétt hafi farið eins og eldur í sinu um netheima enda vel þekkt hvaða árangri það samstarf skilaði í fyrra samstarfi Zeiss og Nokia.

Aðal myndavélin er Dual-lens vél sem skilar ótrúlega fallegum ljósmyndum en video-upptaka á símanum er einnig í hæstu gæðum. Bæði myndavélin á bakhlið símans og sú á framhlið hans geta tekið video í 4K upplausn á sama tíma og hljóðupptaka fer fram í víðómi með OZO Audio tækni Nokia sem kvikmyndaframleiðendur í Hollywood eru nú þegar að nota.

 

Vertu með og sýndu báðar hliðar

Báðar myndavélarnar í Nokia 8, sú að aftan og sú að framan bjóða uppá að vera notaðar á sama tíma og geta þannig tekið á sama tíma mynd af því sem er fyrir framan þig ásamt því að skella í eina sjálfu mynd. Við köllum þetta „Be less #Selfie, be more #Bothie“ eða „Share both sides of the story“.  Frábær möguleiki fyrir þá sem elska að deila skemmtilegum augnablikum. Það sem meira er, þú getur sent út Facebook Live video með þessu móti líka en Nokia 8 er fyrsti síminn til að bjóða uppá slíkt.

 

 

Allt það besta á einum stað

Nokia 8 er líka sérstaklega vel búinn „undir húddinu“ því þar er að finna 8 kjarna Snapdragon 835 örgjörva (4 x 2.5GHz + 4 x 1.8GHz) ásamt 4GB vinnsluminni sem ásamt því að keyra á Pure Android gerir símann leiftur snöggan í allri vinnslu. Innbyggt geymslurými símans er 64GB en það er hægt að auka um allt að 256GB með minniskorti.

2 SIM kort, 2 símanúmer. Já, Nokia 8 eins og Nokia 3, 5 og 6 býður uppá það að setja í hann auka SIMkort og þannig tvö símanúmer. Þetta er auðvitað sérstaklega gott fyrir þá sem vilja vera með vinnusíma og einkasíma en bara eitt símtæki.

Raflaðan er 3090 mAh og hlaðin með USB-C QC 3.0 hraðhleðslu. Bluetooth 5.0, NFC, 4G og Wifi er að sjálfsögðu allt á sínum stað. Bluetooth 5 sem er nýr staðall býður upp á miklu hraðari gagnatengingu en auk þess, möguleikann á að tengja 2 Bluetooth heyrnartól við símann á sama tíma.

 

Nokia 8 er kominn í forsölu