Fyrsti Nokia Android síminn er kominn í sölu.

Nokia 3 er fyrsti Android síminn frá Nokia til að koma í sölu á Íslandi en um er að ræða mjög fallegt tæki á frábæru verði.

Síminn er eins og áður segir með Android stýrikerfi og er um að ræða Nougat 7.0 útgáfu af því. Uppfærsla er væntanleg mjög fljótlega í 7.1.1 og einnig er búið að staðfesta að Nokia 3 verður uppfæranlegur í næstu útgáfu af stýrikerfinu sem í dag kallast Android O.

Nokia 3 er með tvær 8MP Autofocus myndavélar, eina að framan og eina að aftan sem einnig skartar LED flassi.

2GB í RAM (vinnsluminni) sjá til þess að síminn keyri öpp og aðra vinnslu léttilega og innbyggt geymsluminni símans er 16GB en það er hægt að auka með minniskorti um allt að 256GB.

Einnig er rauf í símanum fyrir 2 SIM kort svo hægt er að vera með 2 símanúmer í honum.

Skjárinn er 5 tommur af stærð og varinn með Gorilla Glass gleri en að öðru leyti er síminn hannaður úr álramma sem ver kanta hans og polycarbonate bakhlið.

Nokia 3 er kominn í verslanir Símans, Nova og Elko