Nokia símar með Android stýrikerfinu á íslenskan markað í sumar

Það voru stórfréttir í tækniheiminum á dögunum þegar finnska fyrirtækið HMD Global tilkynnti opinberlega um samstarf þeirra við Nokia, Google og Foxconn um að setja nýja Nokia snjallsíma á markað. Víða ætlaði reyndar allt um koll að keyra enda er Nokia eitt þekktasta vörumerki heims í heimi farsíma, þekkt fyrir gæði og frábæra endingu.

 

Nokia var um árabil langstærsti farsímaframleiðandi heims og svo vinsælir voru Nokia símar að á tímabili var markaðshlutdeild þeirra hér á landi um 70%,  sem er með því mesta sem sést hefur í heiminum. Aðeins í Finnlandi, heimalandi Nokia, var markaðshlutdeildin hærri.

 

Íslendingar geta nú fagnað því að fá Nokia síma aftur í hendurnar. Sumarið 2017 verður því sérstaklega spennandi fyrir aðdáendur Nokia því þá koma fyrstu Android símarnir frá Nokia í sölu, en þess má geta að Android er langvinsælasta stýrikerfi heims með yfir 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Margir hafa beðið eftir þessum tímamótum og með þátttöku Google og Foxconn er tryggt að enginn verður fyrir vonbrigðum því að Nokia símarnir eru í hæsta gæðaflokki.

 

Pure Android stýrikerfið tryggir hraðari uppfærslur en hjá öðrum þekktum snjallsímamerkjum

Allir Nokia símar með Android stýrikerfi keyra á því sem kallað er Pure Android. Það þýðir að stýrikerfi símans er upprunalegt að öllu leyti eins og Google hannar það, engu hefur verið breytt. Þetta skiptir miklu máli varðandi uppfærslur á stýrikerfinu sem eru sérstaklega mikilvægar fyrir öryggi símans og tryggja að hann virki alltaf eins vel og mögulegt er.

 

Símar með Pure Android fá nefnilega allar uppfærslur á stýrikerfinu um leið og þær eru tilbúnar frá Google og uppfærast því mörgum mánuðum á undan símum frá öðrum þekktum framleiðendum. Það þýðir að það er öruggt að Nokia símarnir eru alltaf uppfærðir með það nýjasta og ferskasta frá Google á hverjum tíma.

 

Það er vel þekkt vandamál að margir ódýrari Android símar á markaðinum fái enga uppfærslu á stýrikerfinu jafnvel dýrustu símarnir frá þekktustu framleiðendunum þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir uppfærslum á stýrikerfinu. Þetta munu notendur Nokia Android síma aldrei þurfa að óttast því allir símarnir frá Nokia munu uppfærast strax og ný útgáfa er tilbúin hjá Google.

 

Google sér þannig til þess að stýrikerfi og hugbúnaður símanna virkar eins og best verður á kosið á meðan Nokia mun einbeita sér að því að framleiða framúrskarandi vönduð símtæki eins og þetta gamalgróna Finnska vörumerki hefur alltaf verið þekkt fyrir. Nokia símarnir verða því allt í senn, sterkir, fallegir, öruggir og áreiðanlegir.

 

Nokia snjallímarnir sem kynntir voru á heimsvísu fyrr í vor, og koma á markað á Íslandi í sumar, eru Nokia 3, Nokia 5 og Nokia 6. Hægt verður að skoða og kaupa þessa síma hjá samstarfsaðilum WKonnekt um land allt þegar þeir koma í sölu í sumar og þangað til er hægt að kynna sér útlit þeirra og tækniupplýsingar hér