Nokia 3.1

Nú með 18:9 skjá

Hönnunin

Glæsileg hönnun með flottan stíl

Corning Gorilla Glass til verndar skjánum – Demantsskornir kantar á álrammanum

Hönnun Nokia 3.1 skilar bæði útliti og tilfinningu um að hér sé flaggskip á ferðinni. Demantsskornir kantarnir draga að sér athyglina og með rúnuðum hornum og sveigðum Gorilla Glass skjánum er síminn einnig frábær í hendi.

nokia_3_1-details-bluecopper

Skjárinn

Hin fullkomnu skjáhlutföll

Fyrirferðarlítið tæki með hámarksnýtingu á skjárými. 18:9 skjáhlutföllin á nýja Nokia 3.1 símanum henta frábærlega til að ná því mesta út úr 5.2“ HD+ skjánum hvort sem þú ert að horfa á bíómynd í honum eða vafra á netinu.

5.2“

HD+ skjár

18:9

Hlutföll

Myndavélar

Skarpari myndir með meiri smátriði

13MP auto-focus myndavélin á bakhlið símans ásamt LED flassi gerir þér kleift að ná fallegum og skörpum myndum, hvort sem þú ert innan- eða utandyra. Og 8MP frammyndavélin með 84.6 gráðu sjónsviði er fullkomin í hóp-sjálfu myndatökur.

13MP

Bakmyndavél

8MP

fram myndavél

Vélbúnaðurinn

Öll bestu öppin í lófanum

Kraftmikli 8 kjarna örgjörvinn í nýja Nokia 3.1 símanum gerir þér kleift að upplifa meira, hvort sem þú ert að spila AR leiki eða flakka á milli margra appa í einu. Þú nýtur einnig fullrar virkni í öruggu umhverfi Google Play.

Minniskortastuðningur allt að

128GB

Vinnsluminni

2GB

Stýrikerfið

Það besta frá Android, nýjustu tæknieiginleikar frá Google

Android One býður uppá bestu hugsanlegu útgáfu af Google hugbúnaði beint í Nokia 3.1. Fáðu allt sem þú vilt og ekkert af því sem þú vilt ekki með straumlínulagaðri, einfaldri og stílhreinni uppsetningu af Google forritum auk ótakmarkaðs ókeypis pláss fyrir háskerpu ljósmyndir á Google photos. Mánaðarlegar öryggisuppfærslur í 3 ár og stýrikerfis uppfærslur í 2 ár þýða svo að Nokia 3.1 síminn þinn er ekki bara öruggur allan tímann heldur býður einnig uppá það nýjasta og ferskasta frá Google og Android á hverjum tíma.

Nokia 3.1

AÐ UTAN

  • 5.2“ HD+ skjár með Corning® Gorilla® Glass
  • 13 MP auto fókus myndavél að aftan
  • 8 MP fram myndavél með 84.6 gráðu sjónsvið
  • 18:9 skjáhlutföll
  • Tekur tvö SIMkort
nokia_3_1-details-bluecopper

AÐ INNAN

  • Gyroscope fyrir AR leiki
  • Öruggt og síuppfært Android One stýrikerfi
  • 2990 mAh rafhlaða
  • 2GB RAM og 16GB ROM
  • MT6750N átta kjarna 1.5Ghz örgjörvi