Nokia 6

með Android One

Sími sem tekur því sem á hann er lagt

Vélbúnaðurinn

Öll sú orka sem þú þarft

Hinn nýi Nokia 6 kemur fullbúinn með Qualcomm® Snapdragon™ 630 örgjörva og 3GB af vinnsluminni. Þetta þýðir að þú eyðir minni tíma í að bíða eftir að öpp ræsist og meiri tíma í að njóta þeirra með vinum þínum.

Yfir 60% betri vinnsla en í eldri gerð Nokia 6

Stýrikerfið

Það besta frá Android, nýjustu tæknieiginleikar frá Google

Android One býður uppá bestu hugsanlegu útgáfu af Google hugbúnaði beint í Nokia 6. Fáðu allt sem þú vilt og ekkert af því sem þú vilt ekki með straumlínulagaðri, einfaldri og stílhreinni uppsetningu af Google forritum auk ótakmarkaðs ókeypis pláss fyrir háskerpu ljósmyndir á Google photos. Mánaðarlegar öryggisuppfærslur í 3 ár og stýrikerfis uppfærslur í 2 ár þýða svo að Nokia 6 síminn þinn er ekki bara öruggur allan tímann heldur býður einnig uppá það nýjasta og ferskasta frá Google og Android á hverjum tíma.

Kynntu þér meira um Android One

ZEISS optics – exclusively with Nokia

ZEISS linsur

Eingöngu í Nokia símum

Deildu minningum

Carl Zeiss linsan og Dual tone flassið á hinum nýja Nokia 6 tryggja að allar myndir eru þess virði að deila þeim. Einnig til að taka myndskeið í 4K upplausn og grípa úr því hágæða kyrrmyndir, stækka þær og kroppa án þess að tapa gæðum.

16MP – 8MP – 4K

Skelltu þér að bak við tjöldin

Myndaðu bæði það sem gerist fyrir framan linsuna og fyrir aftan með Dual-Sight Mode. Deildu svo báðum hliðum í beinni á Facebook eða Youtube.

Meira hljóð, minni hávaði

Það er ekkert pláss fyrir afsakanir þegar allir heyra það sem fram fer. Nokia 6 býr yfir Nokia Spatial Audio hljóðupptökutækni sem ásamt tveim hljóðnemum nema minnstu hljóð í háum gæðum.

SMÁATRIÐIN

Nýji Nokia 6

AÐ UTAN

  • Heil Series 6000 álblokk
  • 16MP PDAF aðalmyndavél með ZEISS linsu
  • 8MP fram myndavél með víðlinsu
  • 5.5“ IPS full HD skjár með Corning Gorilla Glass 3
nokia_6_1-details-black

AÐ INNAN

  • Öruggt og síuppfært Android One með Oreo
  • Qualcomm Snapdragon 630 Mobile örgjörvi
  • Nokia spatial hljóðupptökutækni
  • 3GB af hröðu LPDDR 4 vinnsluminni
  • 32GB geymslurými og minniskortarauf
  • 2 SIM kort