Nokia 7.1

Ímynd glæsileikans

Myndavélin

Myndir sem vert er að deila

Nokia 7.1 er svo góður myndavélasími að þú bara verður að deila myndunum. Tvöfalda myndavélin með Carl Zeiss linsum aftan á símanum skilar hreint geggjuðum myndum á sama tíma og AI (Artifiction Intellingence) tæknin gerir þér kleift að bæta inn listrænu útliti þeirra með grímum, 3D áhrifum og filterum.

Náðu smáatriðunum
Taktu framúrskarandi, raunverulegar HDR myndir með Nokia 7.1. Þú fangar skarpari myndir með auknu ljósnæmi, breiðari litavísun og með meiri smáatriðum í bæði björtum og dimmum aðstæðum – Myndum sem eftir er tekið þegar þú deilir þeim.

Stúdíó-style myndir með gríðarlegri dýpt
Besta myndavélin er alltaf sú sem þú ert með á þér hverju sinni. Þökk sé háþróaðri myndavél sem fangar dýptina í umhverfinu með ZEISS linsum getur þú með einfaldri Bokeh tækninni náð myndum sem líta út fyrir að hafa verið teknar af atvinnuljósmyndara.

HDR skilar framúrskarandi útkomu

Meiri stjórn með PRO UI myndavélastillingum

Náðu myndinni sem þú leitar eftir með handstýrðum stillingum á White balance, ISO, ljósopi og skothraða

Tvöföld skemmtun með Dual-Sight

Taktu myndir og video með skemmtilegu tvisti á 3D persónum, grímum og filterum í Dual-Sight stillingu. Streymdu svo #bothie í beinni á Facebook og Youtube beint úr myndavélaappinu.

PureDisplay

Upplifðu öll smáatriðin

Hvort sem þú ert á björtum sumardegi eða í dimmu herbergi mun skjárinn á Nokia 7.1 aðlaga sig fullkomlega að aðstæðunum fyrir frábæra upplifun.

Umbreyttu SDR í HDR

Skjátæknin í Nokia 7.1 umbreytir SDR í HDR gæði í rauntíma fyrir öll myndskeið.

Horfðu á HDR myndbönd

HDR dregur fram minnstu smáatriði og raunverulegt útlit myndbanda og nær þannig fram því sem framleiðandinn leitaði eftir í upptökuferlinu.

Streymdu HDR bíómyndum

Njóttu kvikmyndahúsa-gæða HDR efnis frá öllum helstu deilendum þess.

Hönnun

Ímynd glæsileikans

Nokia 7.1 sameinar hið fullkomna samspil stíls og efnisvals. FullHD+ 5.84 tommu PureDisplay skjárinn með 19:9 hlutföllum nær út í alla kanta sem skilar stærri upplifun í minni umgjörð. Með báðar hliðar símans þaktar gleri með slípuðum köntum ásamt 6000 series álramma stendur Nokia 7.1 uppúr með dematnskornum lituðum köntum.

Hágæða
frágangur og smáatriði í hönnun

Næmur
fingrafaralesari á bakhlið

FullHD+ 5.84“
PureDisplay með 19:9 hlutföllum

phone_3

Vélbúnaðurinn

Hleðsla út daginn

Heilsdags rafhlöðuendingin í Nokia 7.1 gerir þér kleift að horfa á myndefni, spila leiki og vafra á netinu lengur án þess að hlaða. Og þú munt hafa nægan kraft til alls frá AR leikjum til streymis, þökk sé kraftmiklum Qualcomm® Snapdragon™ 636 mobile örgjörvanum.

Allt að
400GB
MicroSD kortastuðningur

4GB
RAM

Stýrikerfið

Það besta frá Android, nýjustu tæknieiginleikar frá Google

Android One býður uppá bestu hugsanlegu útgáfu af Google hugbúnaði beint í Nokia 7.1. Fáðu allt sem þú vilt og ekkert af því sem þú vilt ekki með straumlínulagaðri, einfaldri og stílhreinni uppsetningu af Google forritum auk ótakmarkaðs ókeypis pláss fyrir háskerpu ljósmyndir á Google photos. Mánaðarlegar öryggisuppfærslur í 3 ár og stýrikerfis uppfærslur í 2 ár þýða svo að Nokia 7.1 síminn þinn er ekki bara öruggur allan tímann heldur býður einnig uppá það nýjasta og ferskasta frá Google og Android á hverjum tíma.

camera_pro_mode

SMÁATRIÐIN

NOKIA 7.1

AÐ UTAN

  • FullHD 5.84“ PureDisplay með 19:9 skjáhlutföllum og Corning® Gorilla® Glass (að framan)
  • 12MP / 5MP tvölföld myndavél að aftan með Carl ZEISS linsum
  • 8MP myndavél að framan
  • Næmur fingrafaralesari á bakhlið
nokia_7_1-blue-1

AÐ INNAN

  • Ljósmyndatækni í bæði dýpt og AI
  • HDR ljósmyndataka
  • Hreint, öruggt og uppfært stýrikerfi með AndroidOne
  • Qualcomm® Snapdragon™ 636 mobile örgjörvi
  • 4GB RAM og 64GB geymslurými
  • Allt að 400GB minniskortastuðningur