Nokia 8 Sirocco með Android One

Hið hefðbundna líf þarf ekki endilega hefðbundinn síma

Alvöru norrænt handverk

Á köldum norðurlöndum hefur okkur verið kennt að hanna og smíða hluti sem á er treystandi – í hinu daglega amstri. Og í raunveruleikanum, þegar lífið eru ekki eins og í bíómyndum, þá er það mikilvægasta við snjallsímann þinn, að þú getir treyst á hann.

Hönnunin

Sérsniðinn til að passa hinu ósérsniðna

Nokia 8 Sirocco er smíðaður úr heilli blokk af ryðfríu stáli, meðhöndlað í margar klukkustundir niður í einstakalega þunna, sterka og þægilega lögun sem smellpassar í aðra höndina og illa hannaða buxnavasann einnig.
Full 3D Corning Gorilla Glass 5 hylur svo báðar hliðar símans út á brúnir til að skapa gæði og fegurð sem þú bæði finnur og sérð.

Ljósmyndun

Skapaðu þitt eigið listaverkasafn

Víðlinsu 12MP aðalmyndavél Nokia 8 Sirocco með Carl Zeiss linsu og 2x optical aðdrætti tryggir kristaltærar minningar, jafnvel frá móðukenndustu upplifunum. Láttu matarafganga gærdagsins líta út sem gourmet morgundagsins.

Go pro

Með hinu nýja Pro camera appi getur þú með einföldum hætti náð tökum á ljósmyndun sem aðeins er möguleg með fullkomnum DSLR myndavélum. Þannig getur þú handstillt hverju fyrir sig, White balance, ISO, Fókus og ljósopi og séð á skjánum áður en þú smellir af hvaða áhrif þessar stillingar hafa á útkomu myndarinnar.

Hljóð

Fáðu þennan hræðilega hávaða til að hljóma hræðilega vel

Nokia Spatial Audio nýtir þrjá innbyggða hljóðnema símans til að ná fram hágæða 24-bita hljómi í upptöku og getu til að taka upp hljóð í allt að 132 decibilum. Þetta þýðir kristaltær hljómur, án bjögunar á jafnvel hörðustu rokktónleikum.

nokia8sirocco_row__power-phone

Kraftur

Vertu tilbúinn í það sem á eftir að koma

Nokia 8 Sirocco býr yfir aukaorku fyrir því ókomna með 6GB af vinnsluminni og 128GB af geymslurými. Hann býr einnig yfir þráðlausri hleðslu og getu til að ná 50% hleðslu á 30 mínútum sem tryggir að þú getur verið viss um að klára daginn vel. >Það er heldur ekki alltaf sumar, svo við gerðum Nokia 8 Sirocco vatns og rykheldan með IP67 vottun.

Fáránlega hraður

Við gengum mjög langt til að gera Nokia 8 Sirocco að okkar allra hraðasta snjallsíma til þessa. Reyndar er hann einn allra hraðasti snjallsími á markaðinum sem keyrir á Qualcomm Snapdragon 835 örgjörva. Það er massa hraði!

Stýrikerfið

Það besta frá Android, nýjustu tæknieiginleikar frá Google

Android One býður uppá bestu hugsanlegu útgáfu af Google hugbúnaði beint í Nokia 8 Sirocco. Fáðu allt sem þú vilt og ekkert af því sem þú vilt ekki með straumlínulagaðri, einfaldri og stílhreinni uppsetningu af Google forritum auk ótakmarkaðs ókeypis pláss fyrir háskerpu ljósmyndir á Google photos. Mánaðarlegar öryggisuppfærslur í 3 ár og stýrikerfis uppfærslur í 2 ár þýða svo að Nokia 8 Sirocco síminn þinn er ekki bara öruggur allan tímann heldur býður einnig uppá það nýjasta og ferskasta frá Google og Android á hverjum tíma.

Kynntu þér meira um Android One