Nýtt frá Nokia á Mobile World Congress 2018

GSM Mobile World Congress 2018 er ein stærsta ráðstefnan í heimi snjallsímanna og tækni tengdri þeim. Hún var haldin í Barcelona í síðustu viku og er óhætt að segja að Nokia og HMD Global hafi slegið í gegn enda röðuðu þeir á sig verðlaunum, hvorki meira né minna en 20 talsins ásamt því að vera mest nefnda brandið á sýningunni annað árið í röð skv vefsíðunni Brandwatch

Á ráðstefnunni kynnt HMD og Nokia 4 nýja Android síma og einn síma sem er afturhvarf til fortíðar með twisti og við skulum byrja á að skoða hann.

Nokia 8110 4G er endurgerð hins gamla „bananasíma“ eins og Nokia 8110 var kallaður þegar hann kom á markað árið 1996. Sá sími var gerður ódauðlegur í myndinni Matrix eins og frægt er. Nýi síminn svipar mjög til hins gamla í útliti en er þó uppfærður í nútímann með litaskjá, myndavél og því sem kannski skiptir mun meira máli, hann styður 4G tengingu. Þetta breytir að sjálfsögðu öllu um notagildi símans því ekki er eingöngu hægt að fara á netið og hinar ýmsu samfélagsmiðla heldur en einnig hægt að nota símann sem 4G beinir (hnetu, pung eða annað orð sem fólk vill nota yfir þess konar tæki). Nokia 8110 4G mun einnig styðja VoLTE (Voice over LTE) sem símafyrirtæki bæði hérlendis og erlendis eru byrjuð að kynna en þar er á ferðinni bylting í hljóðgæðum símtala. Þetta er flottur sími fyrir þá sem vilja aðeins bakka til baka frá krefjandi snjallsímunum eða fyrir þá sem vilja einfaldlega eiga aukasíma þegar það hentar.

Síminn kemur á markað í maí.

 • Polycarbonate skel
 • 2MP myndavél með LED flassi
 • Snjall-möguleikar með KaiOS stýrikerfi
 • 4G nettenging
 • FM útvarp
 • Mikil rafhlöðuending
 • Íslenskt viðmót á stýrikerfi
 • Tekur tvö SIMkort

Áður en við skoðum Android símana frá Nokia sem kynntir voru er nauðsynlegt að tala aðeins um þær breytingar sem Google, sem er þróunaraðili Android kynnti nýverið á stýrikerfinu. Þar er um að ræða Android One og Android Go.

Android One þýðir að símar sem eru með því keyra á tærastu og öflugustu útfærslu af stýrikerfinu, sem í raun þýðir, Android eins og það kemur af kúnni, Android eins og það á að vera. Engin óþarfa öpp sem taka pláss og þyngja keyrsluna og engin utanaðkomandi útlits-skinn heldur eins og þekkist svo víða í heimi annara þekktra Android síma.

Kostir þess að vera með síma sem keyrir Android One eru margir fyrir utan það að vera lausir við þessi óþarfa öpp en stærsti kosturinn eru öruggar uppfærslur og eru til að mynda allir Nokia símar sem keyra á Android One með loforð um mánaðarlegar öryggisuppfærslur í 3 ár og stórar stýrikerfisuppfærslur í amk 2 ár. Þetta einfaldlega tryggir að síminn er alltaf með því nýjasta á hverjum tíma auk þess að vera betur varinn gegn óværum en annars.

Eins kynnti Google útfærslu af stýrikerfinu sem er ætluð ódýrustu símunum en sú útgáfa heitir Android Go. Nokia 1 er eini síminn sem kynntur var sem keyrir á Android Go en fleiri símar eiga eftir að bætast í þá flóru.

Það má svo bæta við að Android One og Android Go fá eins og áður sínar árlegu útgáfur en sú nýjasta er Oreo.

Að lokum kynnti Google nýja fyrirtækjasíðu á Android.com og er þar meðal annars að finna lista yfir Android Enterprise Recommended símtæki en eitt af skilyrðum þess að Google mæli sérstaklega með símtækjum fyrir fyrirtæki er að símtækið keyri á Android One þar sem það er eina tryggingin fyrir því að símarnir fái þær uppfærslur sem gerð er krafa um.

En snúum okkur þá að snjallsímunum sem kynntir voru.

Hér er á ferðinni árgerð 2018 af þessu módeli og er búið að gera þónokkrar breytingar á símanum. Skjárinn er FullHD 5.5“ eins og fyrri árgerð en hylur nú meira af framhlið símans þar sem fingrafaraskanninn er kominn aftan á símann. Örgjörvinn er einnig mun öflugari en þar er um að ræða Qualcomm Snapdragon 630 sem er 8 kjarna 2.2GHz. Þetta þýðir einfaldlega að síminn er mun hraðari í allri vinnslu en fyrirrennarinn. Nokia 6 keyrir á Android One með Oreo og er Android Enterprise Recommended.

Myndavélin í símanum var einnig bætt til muna með Carl Zeiss linsum en að aftan er 16MP myndavél og 8MP að framan. Hægt er að nota báðar myndavélarnar í einu. Önnur uppfærsla á myndavélinni er að nú tekur hún upp myndskeið í 4K upplausn og hljóð í Stereo með Nokia OZO hljóðtækni og tveim hljóðnemum.

Rafhlaðan er sem fyrr 3000 mAh en er nú komin með hraðhleðslu USB-C tengi. Þessi sími eins og fyrri árgerð hans er einstaklega sterkur og vel byggður sem lýsir sér kannski best í því að Nokia 6 (2017) reyndist einn sterkasti snjallsími ársins 2017 skv Jerry Rig Everything sem er einn þekktasti aðilinn í slíkum prófunum,

Búast má við að verðið á Nokia 6 verði á bilinu 40-45 þúsund og hann kemur á markað í apríl.

 • Byggður eins og skriðdreki úr heilli Series 6000 álblokk
 • 16MP Carl Zeiss myndavél að aftan og 8MP að framan
 • 4K myndskeiðataka
 • Android One Oreo stýrikerfi
 • Minni: 3/4GB / 32GB + Minniskortarauf
 • 5.5“ Full HD skjár með Gorilla Glass 3
 • Android Enterprise Recommended
 • 3000 mAh rahlaða og USB-C
 • Íslenskt viðmót á stýrikerfi
 • Tekur tvö SIMkort

Þessi sími stal dálítið senunni á ráðstefnunni og er ekki að undra þar sem hann er sérlega vel búinn og á frábæru verði.

Þetta er sími með stóran skjá eða heilar 6 tommur sem er í hlutföllunum 18:9 og því auðvelt að gera tvennt í einu á skjánum þar sem hægt er að splitta honum í tvo glugga. Nokia 7 er mótaður úr heilli Series 6000 álskel en bakhlið hans er svo að auki húðuð sex-földu lagi af ceramic efni sem gerir hann mjög þægilegan í hendi og sterkan. Örgjörvinn í Nokia 7 Plus er mjög öflugur en þar er um að ræða hinn nýja Qualcomm Snapdragon 660 og er síminn með 4GB í vinnsluminni. Síminn keyrir að sjálfsögðu á Android One með Oreo og er Android Enterprise Recommended.

Myndavélahlutinn í Nokia 7 Plus er sérstaklega áhugaverður en í honum eru 3 myndavélar sem allar eru með Carl Zeiss linsum. Aftan á símanum eru tvær myndavélar, annars vegar 12MP (f1.75, 1.4 µm) og hins vegar 13MP (f2.6, 1.0 µm) með 2X optical zoom og eru því tilbúnar í mjög krefjandi ljósmyndatöku með Nokia Camera Pro Mode. Myndskeiðin eru tekin upp í 4K upplausn og hljóðupptakan með þremur hljóðnemum í surround með Nokia OZO hljóðupptökutækni.

Myndavélin að framan er einnig með Carl Zeiss linsu og er 16MP sem tryggir að selfie myndirnar eru engu síðri en hinar.

Rafhlaðan í þessu síma er svo í stærra lagi eða heil 3800 mAh sem ætti að tryggja flestum allt að tveggja daga hleðslu.

Nokia 7 Plus kemur í verslanir á Íslandi í apríl og má búast við að verðið á honum verði í kringum 60 þúsund

 • Byggður úr heilli Series 6000 álblokk og húðaður með Ceramic
 • Dual 12+13MP Carl Zeiss myndavél að aftan og 16MP Carl Zeiss að framan
 • 4K myndskeiðataka með OZO surround hljóði
 • Android One Oreo stýrikerfi
 • Minni: 4GB / 64GB + Minniskortarauf
 • 6“ Full HD 18:9 skjár með Gorilla Glass 3
 • Android Enterprise Recommended
 • 3800 mAh rahlaða og USB-C
 • Íslenskt viðmót á stýrikerfi
 • Tekur tvö SIMkort

Skartgripurinn í línunni sem nú var kynnt er án efa Nokia 8 Sirocco en hér er á ferðinni einstaklega fallegur og vandaður sími sem gaman er að nota. Síminn er samansettur úr ryðfríu stáli og Gorilla Glass 5 gleri sem hylur um 95% af yfirborði alls símans, bæði að framan og aftan. Útlit símans er eitthvað sem allir taka eftir en nafn hans er svolítið Back to the future tengt því árið 2006 kom á markað svakalega töff sími sem bar heitið Nokia 8800 Sirocco. Sá var einnig úr ryðfríu stáli.

Nokia 8 Sirocco er ekki bara fallegur því hann er líka mjög öflugur. Skjárinn er 5.5“ pOLED með 2K upplausn og hylur mjög stóran hluta framhliðar símans og beygist niður með hliðunum. Síminn er með allra hröðustu snjallsímum en örgjörvinn er 8 kjarna Qualcomm Snapdragon 835 (4×2.5 + 4×1.8GHz) og vinnsluminni er 6GB. Innbyggt geymsluminni símans er 128GB og er þessi sími einnig Android Enterprise Recommended enda uppfyllir hann öll skilyrði til þess með Android One Oreo og reglulegum uppfærslum sem tryggja það öryggi sem neytendur og klárlega fyrirtæki og stofnanir ættu að krefjast af símunum sínum.

Myndavélarnar eru einnig mjög öflugar í þessum síma en sú að aftan er tvöföld, annars vegar 12MP (f1.75, 1.4 µm) og hins vegar 13MP (f2.6, 1.0 µm) með 2X optical zoom og eru því tilbúnar í mjög krefjandi ljósmyndatöku með Nokia Pro Camera Mode. Myndskeiðin eru tekin upp í 4K og hljóðupptakan með þremur hljóðnemum í surround með Nokia OZO hljóðupptökutækni. Hljóðupptakan er í allt að 24 bita með getu til upptöku í allt að 132 decibilum og ræður því við hörðustu tónleika.

Rafhlaðan er 3.260mAh og er hlaðin ýmist þráðlaust eða með USB-C hraðhleðslu.

Nokia 8 Sirocco er vatns- og rykheldur með IP67 vottun og því tilbúinn í krefjandi íslenskar aðstæður.

 • Byggður úr heilli stálblokk og 95% þakinn Gorilla Glass 5
 • Dual 12+13MP Carl Zeiss myndavél að aftan og 5MP Carl Zeiss 1.4 µm að framan
 • 4K myndskeiðataka með OZO surround hljóði
 • Android One Oreo stýrikerfi
 • Minni: 6GB / 128GB
 • 5.5“ pOLED 2K skjár með Gorilla Glass 5
 • Android Enterprise Recommended
 • 3260 mAh rahlaða, USB-C og þráðlaus hleðsla
 • IP67 Vatns- og rykheldni
 • Íslenskt viðmót á stýrikerfi