Skriðdrekinn snýr aftur

Þegar fréttir bárust af því að Nokia 3310 væri að koma aftur á markað í sínu klassíska og vel þekkta útliti, ætlaði allt um koll að keyra. Fréttir þess efnis birtust á nær öllum fjölmiðlum heims, allt frá ÍNN til CNN. Um leið fór fólk að keppast við að deila á samfélagsmiðlum ánægjulegri reynslu sinni af þessum símum frá þeim tíma þegar hann var einn vinsælasti sími heims. Allir sem þá voru á „síma-aldri“ muna eftir Nokia 3310 og allir muna einnig eftir tölvuleiknum fræga Snake sem var í Nokia 3310 og fleiri Nokia símum þess tíma.

Síðustu vikur hefur síminn vart stoppað á skrifstofu WKonnekt þar sem fólk er að spyrjast fyrir hvenær þessi skemmtilegi sími komi á markað og það er því gleðiefni að geta tilkynnt að fyrstu símarnir á markað eru að koma núna á næstu dögum.

Nokia 3310 er það sem við köllum Spjallsími. Hann er semsagt gerður fyrst og fremst til að hringja í og úr, senda SMS, nota sem vekjaraklukku og að sjálfsögðu til að spila Snake. En hann býður þó einnig uppá nokkra aðra valkosti því í honum er 2MP myndavél, vasaljós, FM útvarp, dagbók, skeiðklukka og tónlistarspilari svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fara á netið í honum og einnig er hægt að tengja hann þráðlaust við önnur tæki með Bluetooth. Eitt er það sem margir sakna úr símunum eftir að snjallsímavæðingin hófst en það er rafhlöðuending þeirra. Þetta er eitt af því sem gerir Nokia 3310 frábrugðinn öðrum símum því taltími hans er heill sólahringur og þú getur geymt símann í biðstöðu endist hleðslan í tæpan mánuð.

En nú, á tímum öflugra snjallsíma, fyrir hvern er Nokia 3310?

Hann hentar ansi stórum hóp notenda, ýmist sem aðalsími eða sem aukasími. Margir kjósa nefnilega ennþá að hafa símana sína einfalda, bara til að hringja úr. Takkasímar eru bæði vinsælir sem fyrsti sími barna, fyrir iðnaðarmenn sem vilja síður vera með rándýra snjallsíma á sér í líkamlega krefjandi störfum og margir eldri borgarar kjósa einnig að vera með takkasímana. En svo er hópurinn sem notar snjallsíma öllu jafna en vill eiga auka síma til að notast við í ýmsum tómstundum. Þeir sem t.d. stunda fjallgöngur eða aðrar lengri göngur hafa oft saknað þess að vera ekki með síma á sér sem er með endingargóða rafhlöðu enda þekkja það margir að snjallsíminn tæmir sig hratt, sérstaklega í kulda. Það fylgir því einnig mikið öryggi að hafa síma eins og Nokia 3310 á sér þegar fólk stundar slíka hreyfingu, svo ekki sé talað um þá sem stunda veiðar fjarri byggð. Þetta á ekki síður við ef upp koma neyðaratvik en auðvelt er fyrir t.d. þyrlu Landhelgisgæslunnar að miða mjög nákvæmlega út farsíma, svo lengi sem kveikt er á honum. Þá kemur endingargóð rafhlaða að góðum notum.
Nokia 3310 er með stóran skjá, stórt letur og hann er að sjálfsögðu allur á íslensku. Hann er fisléttur, ekki nema tæp 80 grömm og hann er líka svo nettur að hann passar vel í alla vasa og veski. Gamli góði Nokia 3310 var oft kallaður skriðdrekinn því hann einhvern gekk alltaf, sama hvað á hann var lagt. 2017 árgerðin virðist ekkert ætla að gefa eftir hvað þetta varðar.